Auglýsing 14.nóv 2018
Tillaga á deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði
Skoða má uppdrætti og deiliskipulag v/rannsókna með því að smella á hnappana hér fyrir neðan.
Tillaga á deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði
Skoða má uppdrætti og deiliskipulag v/rannsókna með því að smella á hnappana hér fyrir neðan.
Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti þann 1. nóvember 2018 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun v/rannsókna skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem auglýsing um gildistöku birtist eftir tilskilin tíma skv. 2. mgr. 42 gr. laganna.
Deiliskipulagstillagan var áður auglýst frá 1. september til 16. október 2017 og samþykkt á fundi hreppsnefndar þann 30. janúar 2018 með breytingum sem taka mið af umsögnum og athugasemdum. Skipulagsstofnun yfirfór deiliskipulagstillöguna í ágúst 2018 og á fundi þann 30. september 2018 samþykkti hreppsnefnd lagfærða tillögu. Aðalskipulagsbreyting sama efnis tók gildi þann 10. júlí 2018.
Deiliskipulagstillagan er óbreytt frá samþykkt hreppsnefndar þann 30. september 2018. Í tillögunni felst m.a.:
- Afmörkun tímabundinnar lóðar og byggingarreits fyrir starfsmannabúðir og vinnusvæði.
- Afmörkun og umfang efnistökusvæða.
- Vegir innan svæðisins og tenging við þjóðveg.
Skipulagsuppdráttur og greinagerð ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði frá 14. nóvember til og með 28. desember 2018. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.arneshreppur.is.
Frestur til að skila athugasemdum er til og með 28.desember 2018 . Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Árneshrepps í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði eða á netfangið [email protected], merkt “deiliskipulag”.
Árneshreppur 7.nóvember 2018
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags og byggingarfulltrúi