Jökulkuldi og snjóflóð
Sagt er frá miklu fannfergi í Árneshreppi, í Þjóðólfi þann 12. maí árið 1899. Bréfið mun hafa verið skrifað 1. maí og segir í bréfinu: „Síða um góukomu hefur hver snjódyngjan hlaðist á aðra, svo að öll sveitin má heita undir einum jökli og segjast elztu menn ekki muna aðra eins fannkomu.“ Hann heldur áfram og segir að allsstaðar sé orðið heylaust og það sé farið að bitna á dýrunum. Þó hafi það bjargað miklu að vörur höfðu komið í Reykjarfjörð til J. Thorarensen kaupmanns, en þær séu senn að klárast og hafi kaupmaður lánað mikið af vörum til manna og fénaðs.
Sá sem skrifar segir að sumarið hafi byrjað með 12 gráðu frosti og norðan snjóhríð og að daginn sem bréfið var skrifað hafi verið fyrsti frostlausi dagurinn, með heilar 3 gráður á mælinum.
Í þessu sama tölublaði er sagt frá því að Júlíus Jónsson frá Kambi hafi farist í snjóflóði daginn fyrir páska árið 1899. Snjóflóðið féll á Reykjarfjarðahlíð fyrir norðan Reykjarfjörð.
Sá sem skrifar segir að sumarið hafi byrjað með 12 gráðu frosti og norðan snjóhríð og að daginn sem bréfið var skrifað hafi verið fyrsti frostlausi dagurinn, með heilar 3 gráður á mælinum.
Í þessu sama tölublaði er sagt frá því að Júlíus Jónsson frá Kambi hafi farist í snjóflóði daginn fyrir páska árið 1899. Snjóflóðið féll á Reykjarfjarðahlíð fyrir norðan Reykjarfjörð.
Mjöl og rúgur full af sandi
Í Þjóðólfi þann 13. apríl 1894 var ritað bréf frá Árneshreppi, sem skrifað var þann 17. febrúar 1894. Þar segir ónefndur bréfritari að sumarið þar á undan, árið 1893, hafi verið með besta móti framan af, en um miðjan ágúst hafi svo byrjað leiðindatíð. Heyskapur var í meðallagi en ekki mikið hægt að fara á sjó vegna veðurs. Segir bréfritari: „Lítur því báglega út með bjargræði hér í sveitinni, einkanlega hjá þeim sem aðallega verzluðu á Reykjarfirði, nokkru skárra hjá þeim sem verzluðu á Skagaströnd, því þar fá þeir borgaðar „prósentur“, 6 af hundraði, en hér á Reykjafirði hefur matvara öll verið seld á fyllsta verði og þykir hart undir að búa, því maturinn heitir ekki mönnum ætur: rúgur með miklum sandi og óþverra, mjöl ennþá verra af sandi, því hafa menn ekki ráð með að hreinsa að neinu, en rúginn eru menn að reyna að sigta á mjólkursigti og verður eptir grófasti sandurinn.“ Bréfritari heldur áfram og segir að hveitið sé fullt af pöddum og talar um hátt vöruverð og okur.
Þetta hljómar allt skelfilega og augljóst að þetta hefur ekki verið auðvelt að sætta sig við.
Aðrar fréttir fundust ekki á Tímarit.is fyrir utan stutta tilkynningu í Heimskringlu í júlí árið 1894 þar sem sagt er að 13 manns í Árneshrepp hafi látist vegna þess sem kallar var Influenza landfarsóttin.
Þetta hljómar allt skelfilega og augljóst að þetta hefur ekki verið auðvelt að sætta sig við.
Aðrar fréttir fundust ekki á Tímarit.is fyrir utan stutta tilkynningu í Heimskringlu í júlí árið 1894 þar sem sagt er að 13 manns í Árneshrepp hafi látist vegna þess sem kallar var Influenza landfarsóttin.
Skemmt hey og erfiður vetur
Í bréfi sem birt var í Suðra 17. apríl árið 1884 var sagt frá skelfilegu tíðafari. Bréfið, sem ritað var 28. janúar 1884 á Hornströndum, segir frá köldu og úrkomusömu sumri sem hafi haft í för með sér grasbrest líkt og sumarið á undan. Segir bréfritari að þetta hafi allt verið vegna hafíss sem kom um páska og lá við land til loka júlímánaðar. Þegar ísinn fór tók ekki betra við þvi norðankuldi og úrkoma hafi tekið við og „menn náðu ekki töðum inn fyrr en eptir höfuðdag og þár hröktum og hálfþurum; af útheyjum náðist mjög lítið og á sumum bæjum alls ekkert fyr en eptir leitir í 22. og 23. viku sumar og voru þau þá stórskemmd.“ Heyið skemmdist í hlöðu og tóptum vegna veðurs því „varla hefur nokkurt þak haldið þeim ósköpum sem úr loptinu gengu í haust.“
Í bréfi þessu segir að veturinn hafi verið íbúum erfiður og efnahagur mjög bágur. Gjafakorn hafi samt verið sent til hreppsins sem hafi haldið lífi í íbúum en ekki var nóg til að gefa skepnunum líka.
Í bréfi þessu segir að veturinn hafi verið íbúum erfiður og efnahagur mjög bágur. Gjafakorn hafi samt verið sent til hreppsins sem hafi haldið lífi í íbúum en ekki var nóg til að gefa skepnunum líka.
Kíghósti með lungnabólgu
Bréf úr Árneshreppi var birt í Norðanfara 7. ágúst 1872. Bréfið byrjar á orðunum: „Hjeðan eru nú engin merkileg tíðindi af þessum útkjálka landsins, en þó skal jeg reyna til að telja hið helzta: Veturinn sem leið, var hjer bæði harður og langur, og mátti að mestu leyti heita innistaða fyrir alla skepnur hjer á norðurparti Strandasýslu.“ Segir hann að fé hafi verið magurt þegar kom að sumri og þegar bréfið var ritað í byrjun júní 1872, hafi verið kaldur norðanstormur. Taldi hann að þetta hefði verið lengsti harðindakafli síðastliðin 23 ár.
Hafís kom að landi í byrjun sumars sem kom í veg fyrir hákarlaveiða og aðrar skipaferðir.
Heilsufar manna segir bréfritari að hafi verið „að vísu yfir höfuð gott nú sem stendur“ en sömu sögu mátti ekki segja um veturinn sem leið. Þá gekk kíghósti með lungnabólgu um sveitina sem dró 6 manns til dauða, „helzt unglinga allt að tvítugsaldri“. Þrjár manneskjur urðu bráðkvaddar í hreppnum og að sögn bréfritara var ástæðan „máske af ofmiklu hákalls áti, og óhollu viðurværi“.
Hafís kom að landi í byrjun sumars sem kom í veg fyrir hákarlaveiða og aðrar skipaferðir.
Heilsufar manna segir bréfritari að hafi verið „að vísu yfir höfuð gott nú sem stendur“ en sömu sögu mátti ekki segja um veturinn sem leið. Þá gekk kíghósti með lungnabólgu um sveitina sem dró 6 manns til dauða, „helzt unglinga allt að tvítugsaldri“. Þrjár manneskjur urðu bráðkvaddar í hreppnum og að sögn bréfritara var ástæðan „máske af ofmiklu hákalls áti, og óhollu viðurværi“.
Matarskortur í Árneshreppi
Í Norðanfara, þann 27. nóvember 1869, má finna bréf sem ritað var í Steingrímsfirði þann 20. ágúst 1869. Ekki er bréfritari nefndur á nafn en hann hafði ekki góðar fréttir að færa. Hann segir meðal annars: „Jeg hefi varla annað að skrifa yður en hörmungur einar“. Hann segir að bændur hafi ekki fengið gott hey fyrir veturinn og skepnurnar í sveitinn orðið horaðar. Í mars hafi svo komið hafís sem fylgt hafi „bágindi en gæði engin“. Fellibylur með snjókomu hafi skollið á 1. apríl, sem hafi verið svo slæmur að elstu menn hefðu ekki munað annað eins.
Bréfritari sagði líka frá því að drengur hefði orðið úti á Bæ í Árneshreppi, á milli útihúsa og bæjarins. Bóndinn þar á bæ, hreppstjórinn Dagur, hafi ekki verið heima, en hann hafi verið á „áttræðing illa menntunar út í reginhafi“ og komist á undraverðan hátt „upp á Drangavík í sandvík eina með heilu og höldnu“.
Bréfritari segir jafnframt að fólk hafi um vorið verið orðið „aflvana fyrir bjargarskort, sem var svo stórkostlegur að enginn munur var orðinn á þeim efnaðri og hinum fátæku“. Hann segir frá því að nokkrir hefðu gert sér ferð til Ísafjarðar til að sækja korn, sem fengið var að láni en dauðahungrið hafi ekki tekið enda fyrr en 22. júní þegar skip kom í Reykjarfjörð með á sjötta hundrað tunnur af mat.
Bréfritari sagði líka frá því að drengur hefði orðið úti á Bæ í Árneshreppi, á milli útihúsa og bæjarins. Bóndinn þar á bæ, hreppstjórinn Dagur, hafi ekki verið heima, en hann hafi verið á „áttræðing illa menntunar út í reginhafi“ og komist á undraverðan hátt „upp á Drangavík í sandvík eina með heilu og höldnu“.
Bréfritari segir jafnframt að fólk hafi um vorið verið orðið „aflvana fyrir bjargarskort, sem var svo stórkostlegur að enginn munur var orðinn á þeim efnaðri og hinum fátæku“. Hann segir frá því að nokkrir hefðu gert sér ferð til Ísafjarðar til að sækja korn, sem fengið var að láni en dauðahungrið hafi ekki tekið enda fyrr en 22. júní þegar skip kom í Reykjarfjörð með á sjötta hundrað tunnur af mat.
Höfrungar og kvefpest
Bréf frá Steingrímsfirði var birt í Norðanfara þann 27. september 1866 en bréfið var ritað 20. júní 1866. Þar segir ónefndur bréfritari að einstök harðindi hafi verið þá um vorið, með „grimmdarfrosti, hríðum og jarðbönum svo útigangspeningi varð að gefa hey, fram yfir fardaga“.
Einnig segir bréfritari að hafís hafi komið í alla firði á Þorranum svo enginn hafi komist á sjó. Á sama tíma hafi 59 höfrungar verið drepnir á Kleifum „í netlögum, bæði með skutlum og nótum“ og með sama móti hafi 120 höfrungar verið drepnir í Bjarnarfirði. Tveir hvalir voru járnaðir í Veiðleysufirði og náðust þeir báðir og voru þeir „sagðaðir upp á Kambi í Árneshreppi“.
Í bréfi þessu er sagt að um og eftir Hvítasunnu hafi geysað kvefpest í Strandasýslu sem hafi dregið 20 Árneshreppsbúa til dauða.
Einnig segir bréfritari að hafís hafi komið í alla firði á Þorranum svo enginn hafi komist á sjó. Á sama tíma hafi 59 höfrungar verið drepnir á Kleifum „í netlögum, bæði með skutlum og nótum“ og með sama móti hafi 120 höfrungar verið drepnir í Bjarnarfirði. Tveir hvalir voru járnaðir í Veiðleysufirði og náðust þeir báðir og voru þeir „sagðaðir upp á Kambi í Árneshreppi“.
Í bréfi þessu er sagt að um og eftir Hvítasunnu hafi geysað kvefpest í Strandasýslu sem hafi dregið 20 Árneshreppsbúa til dauða.
100 ríkisdalir gefnir bágstöddum í Árneshreppi
Í elstu grein sem finnst á Tímarit.is um Árneshrepp má sjá tilkynningu frá Jóni Guðmundssyni, þáverandi sýslumanni Strandasýslu. Tilkynningin birtist í Þjóðólfi 21. mars árið 1860. Þar segir: „Með bréfi frá 22. nóv f.á. hefie herra kammeráð Jón Jónsson á Þingeyrum sent mér 100 ríkisdali til gefins útbýtingar meðal hinna „bágstöddustu, en þar hjá verðugustu, innbúa Árneshrepps“.
Með tilkynningunni vildi Jón Guðmundsson þakka nafna sínum sem hann kallar „göfuglyndan höfðingja“ fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Undir bréfið skrifar hann „Litlu Hvalá, 16. febr. 1860“.
Með tilkynningunni vildi Jón Guðmundsson þakka nafna sínum sem hann kallar „göfuglyndan höfðingja“ fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Undir bréfið skrifar hann „Litlu Hvalá, 16. febr. 1860“.
Fésbókarsíða með gömlum fréttum frá Árneshreppi