ÞINGSÁLYKTUN UM ÁRNESHREPP
Vorið 2003 var samþykkt einstök þingsályktun á Alþingi Íslendinga um verndun búsetu- og menningarlandslagsí Árneshreppi á Ströndum. Hugmyndin um mögulegan menningarþjóðgarð í Árneshreppi er byggð á röksemdum sem finnast í þeirri ályktun sem og á nýrri hugtökum tengdum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, sérstaklega hugtakinu um menningarlega sjálfbærni.
Kafli úr greinargerð Landverndar með þingsályktuninni:
"Þar var um aldir lifað af fjölbreyttum landkostum og hlunnindum lands og sjávar. Auk hefðbundins land- búnaðar má nefna rekasæld, fuglatekju, selveiði og fiskveiðar, þar á meðal hákarlaveiði. Og á fyrri hluta þessarar aldar voru reistar tvær síldarverksmiðjur í hreppnum, í Ingólfsfirði og Djúpuvík, sem ennþá standa miklar leifar af. Enn lifir og starfar í sveitinni fólk, sem man og tók þátt í vinnubrgöðum sem lítt höfðu breyst um aldir.
Í Árneshreppi hefur því þróast í aldanna rás merkilegt samfélag og íbúar þar voru á fimmta hundrað árið 1940. Nú eru þeir aðeins um áttatíu og vegna grisjunar byggðar á þess- um slóðum er nú orðin nærri 100 km fjarlægð til næsta byggðarlags og leiðin þangað á landi getur lokast marga mánuði á veturna vegna snjóa.
Það er því ljóst, að bregðast þarf skjótt við, ef takast á að koma í veg fyrir algjöra eyðingu byggðarinnar. Fari svo mun sú menning, sem þar hefur dafnað, hverfa algjörlega og verður aldrei endurvakin. Þar með yrði þjóðin öll fyrir óbætanlegu tjóni, því að slík endalok eru ekki fyrst og fremst áfall fyrir fólkið, sem býr þar enn, heldur íslenska menningu og sögu."
Hægt er að lesa þingsályktunina í heild með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Vorið 2003 var samþykkt einstök þingsályktun á Alþingi Íslendinga um verndun búsetu- og menningarlandslagsí Árneshreppi á Ströndum. Hugmyndin um mögulegan menningarþjóðgarð í Árneshreppi er byggð á röksemdum sem finnast í þeirri ályktun sem og á nýrri hugtökum tengdum hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, sérstaklega hugtakinu um menningarlega sjálfbærni.
Kafli úr greinargerð Landverndar með þingsályktuninni:
"Þar var um aldir lifað af fjölbreyttum landkostum og hlunnindum lands og sjávar. Auk hefðbundins land- búnaðar má nefna rekasæld, fuglatekju, selveiði og fiskveiðar, þar á meðal hákarlaveiði. Og á fyrri hluta þessarar aldar voru reistar tvær síldarverksmiðjur í hreppnum, í Ingólfsfirði og Djúpuvík, sem ennþá standa miklar leifar af. Enn lifir og starfar í sveitinni fólk, sem man og tók þátt í vinnubrgöðum sem lítt höfðu breyst um aldir.
Í Árneshreppi hefur því þróast í aldanna rás merkilegt samfélag og íbúar þar voru á fimmta hundrað árið 1940. Nú eru þeir aðeins um áttatíu og vegna grisjunar byggðar á þess- um slóðum er nú orðin nærri 100 km fjarlægð til næsta byggðarlags og leiðin þangað á landi getur lokast marga mánuði á veturna vegna snjóa.
Það er því ljóst, að bregðast þarf skjótt við, ef takast á að koma í veg fyrir algjöra eyðingu byggðarinnar. Fari svo mun sú menning, sem þar hefur dafnað, hverfa algjörlega og verður aldrei endurvakin. Þar með yrði þjóðin öll fyrir óbætanlegu tjóni, því að slík endalok eru ekki fyrst og fremst áfall fyrir fólkið, sem býr þar enn, heldur íslenska menningu og sögu."
Hægt er að lesa þingsályktunina í heild með því að smella á hnappinn hér að neðan.