Strandferðir eru lítið fjölskyldufyrirtæki, starfsmenn eru 4 til 5 yfir hásumarið og hafa aflað mikillar þekkingar og reynslu af siglingum um friðland á Hornströndum. Við hefjum sumarið í júní og endum í lok ágúst. Strandferðir setja mikinn metnað í að veita góða þjónustu og reyna að liðsinna öllum eftir því sem þörf er á.