Kaffi Norðurfjörður er staðsett í Norðurfirði í Árneshreppi. Það hefur verið starfandi yfir sumartímann síðan árið 2008. Það er hægt að fá ýmislegt gott hjá þeim og má þar nefna súpur, kökur, vöfflur, salöt, kjöt og fisk. Í aðeins 3 km fjarlægð er svo hin gullfallega Krossneslaug, en hún er algjörlega einstök!