Fundur var haldinn í Byggingar- og skipulagsnefnd Árneshrepps föstudaginn 19. maí 2023, kl. 10:00 í Krossnesi í Árneshreppi.
Fundargerðina má lesa hér. Fundarboð.
Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps föstudaginn 19. maí 2023 kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu hreppsins í Noðurfirði. Dagskrá fundarins;
b) Velferðarþjónusta Vestfjarða, Strandabyggð óskar eftir að vera með. c) Framkvæmdir við Norðurfjarðarhöfn. d) Undirbúningur f.sumarið. e) Halda áfram athugunum á uppsetn. varmadæla í skóla og skólaíbúð. f) HMS -húsnæðisáætlun fyrir 2023. g) Sorpsamlag framhald, - úrvinnslugjald - fundargerð stjórnar.
Norðurfirði 17.maí 2023, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fundarboð.
Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps föstudaginn 14. apríl 2023. Fundurinn verður haldinn skrifstofu hreppsins í Norðurfirði og hefst kl: 14:00. 1. Staðan varðandi ljósleiðara og þrífösun fyrir árið 2023. 2. Velferðarþjónustan, hvernig er staðan. Dalabyggð óskar að vera með. 3. Norðurfjarðarhöfn, staðan. 4. Íbúðir í Kaupfélagshúsi 5. Sorpsamlag Strandasýslu, þéttbýli/dreifbýli. Fundur með Sig. Mar 15. mars s.l. 6. Undirbúningur fyrir sumarið, skóli, félagsheimili, gjaldskrár, rafmagn fyrir hýsi. 7. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. 8. Byggingarfulltrúi.... réttir og girðingar fyrir skógrækt. 9. HMS- það sem hefur verið gert síðan síðast. 10. Hitaveita Krossnesi -- 11. Brunavarnir — styrktarmöguleikar frá EBÍ. Nåmsskeið fyrir slökkvilið, brunavarnaráætlun. Norðurfirði 12. apríl 2023, Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps. Tilkynning frá Sorpsamlagi Strandasýslu
(english version below)
Kæru íbúar Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps. Við viljum byrja á að þakka ykkur fyrir hversu vel það hefur verið flokkað hér á okkar svæði, en gegnum árin hefur það verið til fyrirmyndar. Eins og kannski flest ykkar hafið heyrt, tóku ný lög um úrgangsmál gildi nú 1. janúar sl. og fyrir árslok 2023 þarf að skipta upp flokkun við heimili í fjóra flokka, þ.e pappa og pappír, umbúðaplast, lífrænan úrgang og almennt heimilissorp. Til að mæta þessu nýja lagaumhverfi er lagt upp með að fjölga tunnum fyrir hvert heimili en að auki verði hægt að fara með umbúðarmálma, textíl og gler á grenndarstöðvar. Í mörgum sveitarfélögum er lagt upp með að setja fjórar tunnur við hvert heimili en starfsmenn og stjórn Sorpsamlagsins ásamt sveitarstjórnum eru að skoða ýmsa möguleika á útfærslum. Stefnan er á að halda íbúafund þegar við erum komin með leiðir til þess að fara eftir og vænlegar útfærslur. Breytingarnar koma til með að verða töluverðar á allri þjónustu og flokkun. Nú þegar höfum gert breytingar á móttökustöð á Skeiði og erum komin með tvo nýja flokkunargáma fyrir plast annars vegar og hins vegar fyrir bylgjupappa, sléttan pappa, pappír og fernur. Biðjum við ykkur að setja plast og pappa nú í þessa gáma í staðin fyrir lúgurnar. Eins og staðan er í dag eru aðrir flokkar óbreyttir en við komum til með að breyta þessu hægt og rólega. Upplýsingar um breytingar verða birtar inn á svæði Sorpsamlagsins á heimasíðu Strandabyggðar http://www.strandabyggd.is/stofnanir/sorpsamlag_strandasyslu/ Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessi mál, má endilega senda tölvupóst á netfangið sorpsamlag@holmavik.is Sorpsamlag Strandasýslu Dear Citizens of Strandabyggð, Kaldrananeshreppur and Árneshreppur We want to start by thanking you for all your effort and good work regarding classifying waist in our area, which has been very satisfactory throughout the years. Well done! As most of you may have heard, a new regulation on handling of waste came into force on January 1st. and by the end of 2023 household sorting must be divided into four categories, i.e. cardboard and paper, plastic, organic waste and general household waste. To meet this new legal environment, it is proposed to increase the number of bins at each household up to four bins. As before, it will be possible to take packaging metals, textiles and glass to the local service stations, in each municipality. It is proposed to place four bins at each home, as mentioned before, but the Board of the Sorpsamlag is looking at various other possibilities, when it comes to the implementation of the new legal framework. There will be a town meeting within not too long, when we have come up with suitable solutions to this part of the implementation. This new legal framework calls for some infrastructure changes at the service stations. These changes are going to be significant across all services and categories. We have already made changes at the reception unit at Skeiði, Hólmavík, where we now have two new sorting containers for plastic on the one hand and corrugated cardboard, smooth cardboard, paper and ferns on the other. The main change here is that in stead of three classes for plastic and three for paper, there is only one for each now. Please put plastic and cardboard in these containers instead of the hatches, as before. As it stands today, other categories are unchanged, but we will slowly change this structure as well. Information about changes will be published in the Sorpsamlag's area on Strandabyggðar's website: http://www.strandabyggd.is/stofnanir/sorpsamlag_strandasyslu/ If you have any questions regarding these matters, please send an email to sorpsamlag@holmavik.is Sorpsamlag Strandasýslu - Garbage collection of Strandasýsla. FundarboðFundarboð – mars 2023. Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps fimmtudaginn 9.mars 2023. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Fara yfir fundargerð síðasta fundar, uppfæra upplýsingar.
3. HMS – Brunavarnir og húsnæðisáætlanir. 4. Byggjum brýr – Vegagerðin lagt fram til kynningar.Bréf frá Umhverfisstofnun varðandi mengaðan jarðveg, lagt fram til kynningar og umræðu. 5. Tölvupóstar frá Sambandinu og Mennta og barnamálaráðuneyti, þ.á.m. fundarboð á fundi á Vestfjörðum. Norðurfirði 6.mars 2023, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fundarboð.
Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps föstudaginn 17. febrúar 2023. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði og hefst kl. 14:00. Dagskrá fundarins: 1. Sorpsamlag - fundagerð sent til ykkar 2. janúar - hlutdeild úrvinnslusjóðs í kostnaði sveitarfélaga - fundur 15. febrtiar - ræða saman um nýtt kerfi og næstu skref. 2. 3ja fasa - Orkubú - reikningsyfirlit - 28. janúar 3. Velferðarþjónusta Vestfjarða (vinnuhópur nóv 2022-aprí 2023) - yfirlit - tillaga um samning 4. Framkvæmdir við Norðurfjarðarhöfn - Verkefnisuppfærsla - Náttúruhamfaratrygging Íslands varðandi tryggingar hafnamannvirkjum 5. Rafmagn í kaupfélagshúsinu (teikningar) 6. Mjólkarvirkjunar - umsögn 7. Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár - minnisblað sambandsins 8. Erindi frá Kristínu á Finnbogastöðum 9. Önnur mál. Norðurfirði 15. febrúar 2023, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Upplýsingar frá Rauða Krossinum í tengslum við hamfarirnar í Tyrklandi og SýrlandiMiklar hamfarir hafa átt sér stað í Tyrklandi og Sýrlandi og í því samhengi minnum við á þá aðstoð sem Rauði krossinn veitir þeim sem á þurfa að halda í aðstæðum sem þessum.
Á eftirfarandi síðu er hægt nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum í Tyrklandi og Sýrlandi og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa. Á síðunni er einnig hægt að finna bæklinga um sálrænan stuðning á íslensku, ensku og arabísku. Afleiðingar jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og aðstoð Rauða krossins - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Major disasters have occurred in Turkey and Syria, and we would like to remind people of the Red Cross and the assistance and support they provide in situations like these to those who need it. On the following webpage you can access information about how the Red Cross in Iceland is responding to the earthquakes in Turkey and Syria and how people can contribute to help. On the webpage you can also find brochures about psychological support in Icelandic, English and Arabic. Consequences of the earthquakes in Turkey and Syria and the assistance of the Icelandic Red Cross - Rauði krossinn á Íslandi (raudikrossinn.is) Íbúafundur í Árneshreppi
Fyrri íbúafundur ársins 2023, haldinn í fjarfundi. Fundurinn er opinn öllum íbúum og velunnurum Árneshrepps.
Dagskrá: 1) Framlenging á verkefninu Áfram Árneshreppur! 2) Mannabreytingar í verkefnisstjórn 3) Kynning á úthlutun úr frumkvæðissjóði 4) Hvað hefur áunnist? 5) Hvað tekur við eftir að verkefninu lýkur? 6) Önnur mál Nánari upplýsingar má finna hér. Opnað fyrir styrkumsóknir
Kallað er eftir umsóknum í sjóð verkefnisins Áfram Árneshreppur!
Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna sem efla samfélagið í Árneshreppi. Öllum er heimilt að sækja um. Helsta markmið þessarar úthlutunar er að styrkja atvinnuuppbyggingu í Árneshreppi. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem miða að úrvinnslu matvæla og önnur verkefni sem skapa störf, einkum utan háannatímans. Heildarupphæð til úthlutunar er um 10 milljónir króna. Þetta er síðasta styrkúthlutunin sem verður í boði í þessu verkefni. Verkefnum skal vera lokið fyrir næstu áramót. Smellið hér til að opna umsóknareyðublað. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 14. febrúar. Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina. Væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að leita ráðgjafar hjá verkefnisstjóra, Skúla Gautasyni, við gerð umsókna. Vönduð umsókn er líklegri til árangurs! Þessi úthlutun er á vegum verkefnisins Áfram Árneshreppur! sem er hluti af Brothættum byggðum og er samstarfsverkefni Árneshrepps, íbúa byggðarlagsins, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar. Í umsóknarforminu er hægt að sjá þær reglur sem gilda um úthlutunina. Fundarboð
Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps fimmtudaginn 29.desember kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og/eða Teams eftir því hvernig veður og færð leyfa. Dagskrá fundarins er eftirfarandi;
Djúpavík 27.desember 2022, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. edit. FundarboðFundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps, mánudaginn 12.desember 2022 kl. 14:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.
Dagskrá fundarins;
Djúpavík 9.desember 2022, Eva Sigurbjörnsdóttir, Oddviti Árneshrepps. Kyningarfundur vegna framkvæmda á Strandavegi um VeiðileysuhálsKynningarfundur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Strandavegur (643) um Veiðileysuháls, Kráká-Kjósará í Árneshreppi, verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember kl. 14:00. Kynningunni verður streymt. Streymislinkur: https://livestream.com/accounts/5108236/events/10687699 Markmið framkvæmda er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Nýr vegur verður með bundnu slitlagi (klæðingu) og uppbyggður með tilliti til snjóa. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpavíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður. Vegagerðin hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu um Strandaveg um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Vegagerðin minnir á að tillaga að ofangreindri framkvæmd og umhverfismatsskýrsla liggur frammi til kynningar frá 2. nóvember til 14. desember 2022 hjá Verzlunarfjelagi Árneshrepps, Norðurfirði og hjá Skipulagsstofnun. Sjá einnig skýrsluna og önnur gögn hér á vef Vegagerðarinnar. Umhverfismatsskýrslan er einnig aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is FundarboðFundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps föstudaginn 4.nóvember 2022. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði og hefst kl. 16:00.
Dagskrá fundarins;
Ath. Tölvupósta frá Arinbirni og oddvita.
Norðurfirði 2.nóvember 2022, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Gjaldskrá og reglur vegna ljósleiðaraSmellið á hnappinn hér fyrir neðan til að sjá gjaldskrá og reglur vegna Ljósleiðara.
FundarboðFundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps föstudaginn 14.október 2022 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði. Fundurinn hefst kl. 17:00.
Fundarefni:
Norðurfirði 10.október 2022, Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps. Hvatning um þáttöku í viðhorfskönnun um fiskeldi og samgöngumál
Vestfjarðastofa vill hvetja alla til að taka þátt í viðhorfskönnuninni sem send var í pósti á alla með lögheimili á Vestfjörðum um viðhorf þeirra til fiskeldis og samgöngumála en markmiðið er að fá fram væntingar og viðhorf Vestfirðinga.
Sama könnun var lögð fyrir Vestfirðinga árið 2020 og hafa niðurstöður þeirrar könnunar verið nýttar í hagsmunagæslu fjórðungsins. Til að ná til sem flestra hefur verið farin sú leið að senda bréf til allra og hægt er að fara tvær leiðir til þáttöku. Fara á netslóðina sem fram kemur í bréfinu ásamt lykilorði eða að nota QR kóðann ásamt lykilorði en með þessum hætti er auðvelt að taka þátt í könnuninni. Til að tryggja jafnræði íbúanna er könnunin á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Það er rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) sem sér um framkvæmd könnunarinnar fyrir hönd Vestfjarðastofu. Með könnuninni gefst öllum íbúum Vestfjarða einstakt tækifæri til að láta skoðun sína í ljós á þessum tveimur málaflokkum sem hafa verið í brennidepli undanfarin ár. Niðurstöður verða meðal annars nýttar í stefnumótun sveitarfélaga og svæðisins alls til hagsbóta fyrir íbúana. Guðrún Anna Finnbogadóttir Verkefnastjóri Vestfjarðastofu Gjaldskrá Sorpsamlags Strandasýslu 2022Smellið hér til að skoða gjaldskrá 2022 Sorpsamlags Strandasýslu.
FundarboðFundur er boðaður í hreppsnenfnd Árneshrepps mánudaginn 8.ágúst 2022 kl. 14:00 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.
Dagskrá fundarins.
Norðurfirði 5.ágúst 2022, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. FundarboðBoðað er til fyrsta fundar nýrrar hreppsnefndar sem haldinn verður á skrifstofu Árneshrepps miðvikudaginn 8.júní kl. 14:00.
Efni fundarins;
Norðurfirði 3.júní 2022, Eva Sigurbjörnsdóttir. Árneshreppur - Næsta kynslóð - 2. fundur
Þá er komið að öðrum fjarfundi til að ræða framtíð Árneshrepps með þeim sem við höfum kallað „næstu kynslóð“, fólk undir sextugsaldri sem hefur góð tengsl við Árneshrepp. Tilgangurinn er að ræða á jákvæðum nótum framtíð Árneshrepps og við ætlum að biðja fólk að passa að drepa ekki í hugmyndum, þó þær kunni að virðast vitlausar eða þó að þær hafi verið reyndar áður.
Fyrsti fundurinn var haldinn 10. febrúar og var mjög áhugaverður. Þar var almennur áhugi á því að halda annan fund í sumarbyrjun - og nú er komið að því! Smellið hér fyrir nánari upplýsingar. G J A L D S K R Á
|
|
1.gr.
Gjaldskylda. Hreppsnefnd Árneshrepps leggur á sorphirðugjöld og rotþróargjöld sem innheimtast með fasteignagjöldum. 2.gr. Rotþróargjald. Rotþróargjöld skiptast í fjóra flokka;
3.gr. Sorphirðugjald. Sorphirðugjöld skiptast í þrjá flokka.
4.gr. Gjalddagar. Gjalddagar skulu vera þeir sömu og hreppsnefnd ákveður fyrir fasteignagjöld og innheimtast með þeim. Gjaldskrá þessi er samin af oddvita og samþykkt af hreppsnefnd Árneshrepps 13.apríl 2022 og öðlast þegar gildi. Gjaldskráin er sett skv. ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum. Frá sama tíma falla úr gildi eldri óbirtar gjaldskrár varðandi rotþróa- og sorphirðu. Árneshreppi 8.apríl 2022. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti. |
Pétur og Sigríður í Reykjafirði. Heimasíðan er byggð á greinum sem bræðurnir Matthías, Jóhannes og Friðrik skrifuðu um líf og tilvist fjölskyldunnar og hafa allar verið birtar í Strandapóstinum
Vertical Divider
|