Auglýsingar og fréttirTilkynning frá kjörstjórn ÁrneshreppsVið Alþingiskosningar, sem fram eiga að fara laugardaginn 30.nóvember 2024, verður kjörstaður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Kjörstaður verður opnaður kl. 9:00 og honum lokað kl. 15:00. Kjörstjórn Árneshrepps. FundarboðFundarboð.
Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps miðvikudaginn 27.nóvember 2024. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði og hefst kl. 14:00. Dagskrá fundarins;
Norðurfirði 25.nóvember 2024, Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps. Miðflokkurinn heldur fund í ÁrneshreppiOpinn fundur í Árnesi með frambjóðendum Miðflokksins.
Frambjóðendur Miðflokksins verða með opinn fund í Félagsheimilinu í Árnesi nk. laugardag 9. Nóvember kl. 14.00 – 15.30 Heitt á könnunni og allir velkomnir. x-M Frambjóðendur Miðflokksins Sýslumaður til viðtals á HólmavíkGóðan daginn
Ég áforma að vera til viðtals á skrifstofu embættisins á Hólmavík fimmtudaginn 7. nóvember nk. milli kl. 10:00 og 12:00. Gott ef koma mætti á framfæri tilkynningu þess efnis. Með kveðju og fyrirfram þökk Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður Sýslumaðurinn á Vestfjörðum / District Commissioner of Westfjords Hafnarstræti 1 - 400 Ísafjörður - Iceland Sími / Tel.: +(354) 458 2400 http://www.syslumenn.is - Fyrirvari/Disclaimer Leiðir til byggðafestuÍbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst fjölbreytt fræðsla haust og vetur 2024-2025 á vegum Leiða til byggðafestu. Hér að neðan birtast upplýsingar um námskeið og erindi sem í boði eru og er fólk beðið að skrá sig svo gera megi viðeigandi ráðstafanir. Námskeið og viðburðir á vegum verkefnisins eru þátttakendum að kostnaðarlausu nema annað sé tekið fram.
Sjá nánar hér VesturVerk býður til íbúafundar um Hvalárvirkjun
Íbúafundur í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík þann 26. ágúst kl. 16
Íbúafundur um sameiningarmálÍbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu í Trékyllisvík fimmtudaginn 21. ágúst kl. 16:00 Á fundinum verða kynnt samskipti Árneshrepps og innviðaráðuneytisins um sameiningarmál. Á eftir verða opnar umræður um vilja íbúa til að kanna sameiningarkosti. Fundurinn er ætlaður öllum sem eiga lögheimili í Árneshreppi. Tímamót hjá Dýralækninum Búðardal
Frá og með 1. júlí tók Ida Bergit Rognsvåg dýralæknir við öllum rekstri dýralæknastofunnar og Gísli Sv. Halldórsson fer á eftirlaun. Það er mikið gleðiefni að jafn hæfur og metnaðarfullur dýralæknir taki við . Ida er nú þegar búin að vera starfandi á stofunni í 9 mánuði auk þess að hafa starfað í Noregi í marga mánuði. Hún er því orðin vel inni í öllum aðstæðum á svæðinu öllu. Í stórum dráttum verður starfsemin óbreytt, en þjónustan mun verða aukin þar sem þegar hafa verið fest kaup á ýmsum tækjum og tólum. Ber þar fyrst að nefna sónar, laser, tannhreinsun og ný og fullkomin blóðgreiningartæki. Aðsetur dýralæknisþjónustunnar verður áfram að Ægisbraut 19 í Búðardal eins og verið hefur sl. 65 ár. Símatími þjónustudýralæknis verður eftir sem áður milli klukkan 9:00 og 11:00 alla virka daga og neyðarþjónusta utan þess tíma í síma 434 1122. Athugið að númerið er ávallt áframsent í farsíma þess dýralæknis sem er á vakt hverju sinni. Dagskrá forseta í heimsókn í Árneshrepp
Kvöldverður með Guðna ThTilkynning frá hreppsnefnd Árneshrepps. Kæru íbúar, föstudaginn 12.júlí n.k. mun Guðni Th. Jóhannesson forseti heimsækja sveitarfélagið í boði Árneshrepps og Ferðafélags Íslands. Af því tilefni er öllum þeim sem hafa heimilisfesti í sveitarfélaginu boðið til kvöldverðar á föstudagskvöldið í Félagsheimilinu kl. 19:00. Gott væri ef þið létuð okkur vita hvort þið sjáið ykkur fært að mæta, aðallega til þess að vita hvað á að elda fyrir marga. Norðurfirði 5.júlí 2024, Hreppsnefnd Árneshrepps. Íbúafundur í TrékyllisvíkSíðasti íbúafundurinn undir merkjum Áfram Árneshrepps.
Dagskrá: Saga verkefnisins - stutt yfirferð, Skúli Gautason Ávarp - Byggðastofnun Störf Strandanefndar - Arinbjörn Bernharðsson Baskasetur - Héðinn Birnir Ásbjörnsson Umræður á borðum: - húsnæðismál - atvinnumál - skólamál - jarðhiti Félagsheimilinu í Trékyllisvík, fimmtudaginn 20. júní kl. 15:00 FundarboðFundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps mánudaginn 6.maí 2024 kl. 14:00. Fundurinn verið haldinn á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.
Dagskrká;
Norðurfirði 4.maí 2024, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. FundarboðFundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps, þriðjudaginn 23.apríl 2024. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi og hefst kl. 14:00.
Dagskrá; Stóru verkefnin;
Djúpavík 17. apríl 2024, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Bréf frá Óbyggðanefnd
Hér að neðan má lesa bréf frá Óbyggðanefnd.
Fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinuFréttatilkynning til íbúa Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Strandabyggðar
Forsætisráðherra hefur stofnað nefnd um málefni Stranda sem tekið hefur til starfa. Markmið með skipan nefndarinnar er að skapa vaxtarskilyrði fyrir samfélag og atvinnulíf með sjálfbærni að leiðarljósi. Nefndin skal gera tillögur um hvernig megi efla byggðaþróun á svæðinu, m.a. með tilliti til fjárfestinga, atvinnuframboðs og atvinnutækifæra í Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. Skila á forsætisráðherra tillögum eigi síðar en 1. júlí nk. Nefndin telur samráð við íbúa og aðila svæðisins afar mikilvægt og leitar því til þeirra sem vilja koma hugmyndum sínum og ábendingum á framfæri. Í fyrstu er óskað eftir því að þau sem vilja koma ábendingum eða hugmyndum til nefndarinnar sendi þær í tölvupósti á netfangið [email protected]. Þá er stefnt að frekara samtali og samráði við íbúa þegar fyrstu drög að tillögum nefndarinnar liggja fyrir og verður það auglýst nánar síðar. Nefnd um málefni Stranda er skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis, innviðaráðuneytis, fulltrúum sveitarfélaganna þriggja, Byggðastofnunar og Fjórðungssambandi Vestfjarða. Auglýsing frá Hreppsnefnd Árneshrepps.Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu á Vestfjörðum.Ráðgjafi Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, verður á Hólmavík 30. janúar, Ísafirði 31. janúar og á Patreksfirði 1. febrúar.
Upplýsingar um lausa tíma er að finna á heimasíðu Bjarkarhlíðar, bjarkarhlid.is eða í NOONA appinu. Fundarboð
Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps fimmtudaginn 18.janúar 2024 kl. 14:00 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði. Dagskrá fundarins;
Norðurfirði 16. janúar 2024, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Fundarboð
Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps föstudaginn 15. desember 2023 kl.14:00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.
Dagskrá fundarins;
Norðurfirði 12. desember 2023, Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps. |
Vertical Divider
Tenglar |
FundarboðFundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps 30. nóvember 2023. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði og hefst kl: 14:00.
Dagskrá fundarins : 1.Fjárhagsáætlun fyrir 2024 til 2027, fyrri umræða. Gera viðauka vegna Sorpsamlags og velferðarþjónustu. 2. Fundargerð frá október, fara yfir málin sem þar voru til umræðu. Stóru verkefnin : 1. Ljósleiðari og 3. fasa rafmagn - ástand (hvað var klárað í 2023, kostnaður) - áætlun fyrir 2024 og kostnaðuráætlun 2. Framkvæmdir við Norðurfjarðarhöfn. - staðan á verkefninu, kostnaður og áætlun fyrir árið 2024. Mál í vinnslu : 1. Samgöngur, fundargerð frá fundi með Vegagerðinni ; Vetrarþjónusta, framhald vinnu á smærri verkefnum vegna verstu kaflanna í veginum. 2.Úrgangsmál og áætlun Sorpsamlags Strandasýslu fyrir árið 2024. 3. Fundargerð eftir fund með HS-Orku (Hydropower Sustainability Standard (HSS), hafa samband fyrir hreppsnefndarfund. 4. Rafmagnsendurgreiðsla : teikningar af kaupfélagshúsi + teikna kaffihús á ný . Ný mál og erindi : - Verkefnisbeiðni til Forsætisráðuneytis, beiðni um að stofnuð verði framhaldsnefnd vegna sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaga að Ströndum. Áfram Árneshreppur, verkefisstjóri/stjórn og fulltrúar frá Alþingi. - Kaffi Norðurfjörður, rekstrarreglur, leiguupphæð og fleira. - Svæðisskipulagsmál; Erindi frá Aðalsteini Óskarssyni varðandi ferli það sem er framundan. - Byggðasamlag Vestfjarða, póstur frá Ólafi Þ.Ólafssyni til umræðu og samþykktar. - Háskólasetur á Ísafirði, erindi vegna verkefnisins „Gefum íslensku séns“ og fundur sem haldinn var hér í sveitinni. Norðurfirði 27. nóvember 2023, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. FundarboðFundur hreppsnefndar Árneshrepps er boðaður fimmtudaginn 14.september 2023 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.
Dagskrá fundarins; Stóru verkefnin;
Mál í vinnslu; 1.Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Árneshrepps nr. 1320/2018, síðari umræða. 2.Framkvæmdaleyfi til Orkubús Vestfjarða vegna lagningar þriggja fasa strengs. 3.Hnitsetning jarða í Árneshreppi. 4.Bréf frá Innviðaráðuneyti varðandi málstefnu sveitarfélaga. Norðurfirði 11.september 2023, Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps
|
|
1.gr.
Gjaldskylda. Hreppsnefnd Árneshrepps leggur á sorphirðugjöld og rotþróargjöld sem innheimtast með fasteignagjöldum. 2.gr. Rotþróargjald. Rotþróargjöld skiptast í fjóra flokka;
3.gr. Sorphirðugjald. Sorphirðugjöld skiptast í þrjá flokka.
4.gr. Gjalddagar. Gjalddagar skulu vera þeir sömu og hreppsnefnd ákveður fyrir fasteignagjöld og innheimtast með þeim. Gjaldskrá þessi er samin af oddvita og samþykkt af hreppsnefnd Árneshrepps 13.apríl 2022 og öðlast þegar gildi. Gjaldskráin er sett skv. ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum. Frá sama tíma falla úr gildi eldri óbirtar gjaldskrár varðandi rotþróa- og sorphirðu. Árneshreppi 8.apríl 2022. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti. |
Pétur og Sigríður í Reykjafirði. Heimasíðan er byggð á greinum sem bræðurnir Matthías, Jóhannes og Friðrik skrifuðu um líf og tilvist fjölskyldunnar og hafa allar verið birtar í Strandapóstinum
Vertical Divider
|