Þorpsvitund & sútun /
The Skin of the World Með Stephen Jenkinson & Daniel Stermac-Stein Vinnustofa í Trékyllisvík 21.-24.júní þar sem fókusinn verður á handlagni og hjartalag. Á þessari vinnustofu munum við læra um eiturefnalausa og forna aðferð við að súta skinn í bland við menningarlegan og sagnfræðilegan fróðleik sem mun byggja upp stönduga undirstöðu: það er lofsöngur um hið handunna líf! |

Vinnustofan
Á sólstöðunum verðum við í Trékyllisvík og framköllum hina svokölluðu þorpsvitund og þorpsiðkun
sem er á hröðu undanhaldi í vestrænni menningu, sérstaklega á þeim stöðum þar sem ferðamannaiðnaðurinn tætir og tælir.
Við munum ríða tveimur hestum: Annar er handlagni og hinn hjartalag.
Handlagni munum við iðka með því að súta gærur og hjartalag með því að rifja upp, með skarpri sagnfræðilegri og syrgjandi sýn, færnina eða sköpunartæknina sem var til grundvallar í þorpinu.
Við munum snúast í kringum lífstréð sjálft og gaumgæfa hvernig fólk hefur skapað menningu í gegnum tíðina og hvernig okkur má auðnast það á nýjan leik, þegar leiðin er þakin sviknum loforðum og afleiðingum yfirgangs, sem vissulega hamlar för okkar.
Við á Norðurhveli jarðar lifum á vandasömum tímum, á því er enginn vafi: Bráðnun jökla, hækkun sjávarborðs, og árás hnattvæðingarinnar á allt það sem enn tórir af hinu staðbundna, fjölbreytta og forna.
Þéttbýlisvæðingin og hrun þorpsvitundar um hið rótgróna líf – er eitt af því sem við þurfum að horfast í augu við og takast á við, akkúra hér í hversdagsleika okkar, ellegar verður það ekki gert.
Þessir dagar okkar saman í Trékyllisvík munu dýpka bæði sorgina og hugrekkið sem okkur er nauðsynlegt ef við ætlum okkur að takast á við og horfast í augu við stöðu okkar í heiminum í dag.
Við þurfum því að horfast í augu við og íhuga bæði harminn og áfallið yfir ástandi heimsins sem og lífs okkar í honum. Við gerum það líka með því að læra um forna visku og lífshætti, með því að læra um endurnýjaða þorpsvitund og hvað felst í að verða fullfær öldungur. Með því að iðka og læra bæði handlagni og hjartalag.
Að hluta til snýst vinnustofan um forna verkþekkingu þar sem við stígum í vænginn við forfeðurna, og að hluta til snýst hún um lærdóm á fornum sklningi á árstíðabundnu og hátíðabundnu lífi.
Þetta er það sem við bjóðum upp á og biðjum ykkur um að læra með iðkendum í Trékyllisvík.
Við munum vinna þetta með höndum og hjarta.
Hin forna þekking okkar á sútun skinna varð til vegna lifandi sambands manna og dýra, og vegna áunninnar, hátíðabundinnar þekkingar á staðnum þar sem veiðin fór fram og maturinn unninn, í þorpinu og lífi einstaklinganna þar.
Þessi þekking er rótföst í ætíð endurnýjuðu sambandi manna og dýra, hinu helga sambandi sem hefur rofnað með iðnvæðingu og fjöldaframleiðslu á dýraafurðum.
![]() Stephen Jenkinson er með meistargráðu í guðfræði frá Harvard háskóla og meistaragráðu í félagsráðgjöf frá háskólanum í Toronto. Hann hefur byltingarkennda sýn á harm og dauða í Norður-Ameríku.
Stephen Jenkinson ferðast um heiminn og kennir. Hann er stofnandi og aðal kennari við Orphan Wisdom skólann í Kanada. Hann var lærlingur sagnameistara til margra ára og vann með deyjandi fólki í hundruðavís og fjölskyldum þeirra, var frumkvöðull í teymisvinnu hjá einum af stærri spítölum í Kanada og aðstoðarprófessor í virtum kanadískum læknaskóla, ráðgjafi líknarteyma og líknardeilda og frumkvöðull í umönnunarstarfi. Hann er einnig myndhöggvari, smíðar hefðbundna kanóa og hefur unnið virkt arkitekta verðlaun fyrir hús sitt sem hann byggði og hannaði. Stephen er höfundur bókarinnar Die Wise: A manifesto for Sanity and Soul sem er ný bók um harm, dauða og hina miklu ást til lífsins. Sjá nánar um störf og verk Stephen Jenkinson á heimasíðu hans www.orphanwisdom.com Styrktaraðilar:![]() Uppbyggingarsjóður Vestfjarða Sveitarfélagið Árneshreppur Bær Melar Steinstún Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði |
|
Nánar um verk Stephen Jenkinson má finna á heimasíðu hans sem og viðtöl, myndbönd og hljóðbækur.
Við mælum sérstaklega með fólk sem hefur áhuga á vinnustofunni horfi á myndböndin til að fá tilfinningu fyrir hugmyndum og aðferðum Stephens. |
|
What will we do?
|
Links with accommodation list, logistic information and registration form below:
Tenglar með upplýsingum um gistingu, verð og fleira hér að neðan:
|
We in the northern hemispheres are living in times of trouble, no doubt. The calving glaciers, the rising waters, the globalizing assault on what remains of the local, the diverse, the indigenous, the urbanization of populations, the fading away of small town skills of deep living, all of these we must acknowledge and contend with right there in the ordinariness of our daily lives, or we won’t do so at all. These few days together will deepen both the sorrow and the courage needed for that contention, by pondering grief and outrage over the state of the world and our lives in it, by learning something of older wisdoms and life ways, by learning a renewed village mindedness, the achievements of elderhood, skills of the hand and the heart. Part ‘primitive skills’ session, part courting of ancestral presence, part scholarship of older understandings of calendrical and ceremonial life: these are what we propose to learn about. Consider studying with practitioners. This will be hands-on and hearts-on. The ages-old skills of hide tanning came from a lived understanding of animal ways, and from a hard earned ceremonialized understanding of the place of hunting and food preparation in village and personal life. These skills are rooted in an always renewed and relearned relationship of human life and animal life, a relationship severed by commercialized, industrialized ways of ‘processing’ animals. This workshop will teach drug free old time hide tanning techniques and torments, along with a lot of cultural and historical material that will give deep and memorable substance: a praise song for a hand-made life. |