Opinn fundur með Gunnari Braga Sveinssyni í félagsheimilinu 26.ágúst.
ÁRNESHREPPSBÚAR ATHUGIÐ
Boðað er til opins hádegisfundar föstudaginn 26.ágúst kl. 12:30 í félagsheimilinu í Árnesi. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra og Elsa Lára Arnardóttir þingkona NV-kjördæmis munu mæta á fundinn þar sem búvörusamningurinn verður m.a. til umræðu. Hreppsnefnd býður gestum og heimafólki upp á hádegishressingu. Mætum öll! |