10. apríl 2017
Varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar:
Aðalskipulagsbreytingin, sem unnið er að núna, snýr aðeins að þeim framkvæmdum sem þarf til að ljúka við nauðsynlegar rannsóknir fyrir hönnun Hvalárvirkjunar. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði, en þegar aðalskipulagið var unnið var hönnun virkjunarinnar stutt á veg komin. Það var því ekki hægt að setja öll ákvæði sem þurfti inn í skipulagið.
Til að ljúka við rannsóknir, s.s. á vötnum og berg- og jarðlögum, þarf að koma rannsóknartækjum upp á heiðina og einnig þurfa rannsóknaraðilar að hafa samastað. Vegir og vinnubúðir þurfa að vera í samræmi við skipulag. Þess vegna er nú unnið að breytingu á aðalskipulaginu, þannig að hægt verði að reisa vinnubúðir neðan heiðarinnar og gera vegslóða upp á hana. Þegar hönnun virkjunarinnar er lokið er gert ráð fyrir að skipulaginu verði aftur breytt þannig að nákvæm ákvæði verði sett um virkjunina og hvernig umgengni skuli vera á svæðinu.
Núna er verið að kynna drög að þessari breytingu og geta allir komið með ábendingar til sveitarstjórnar. Sveitarstjórn fer síðan yfir ábendingarnar og breytir tillögunni ef ástæða er til þess. Í framhaldinu fær Skipulagsstofnun drögin til yfirferðar og kemur með ábendingar til sveitarstjórnar. Sveitarstjórn breytir tillögunni aftur ef ástæða er til og auglýsir hana. Þá gefst öllum aftur möguleiki á að koma með ábendingar eða athugasemdir og er fresturinn til þess 6 vikur. Eftir það fjallar sveitarstjórn enn og aftur um tillöguna og breytir henni ef athugasemdir gefa ástæðu til þess. Þá er tillagan aftur send til Skipulagsstofnunar til athugunar. Ef stofnunin hefur ekkert við tillöguna að athuga er hún staðfest og þá tekur skipulagið gildi. Gert er ráð fyrir að það verði í júlíbyrjun.
Kynning á drögum að aðalskipulagsbreytingu
vegna Hvalárvirkjunar í Árneshreppi
Opnu húsi, sem vera átti í Norðurfirði fimmtudaginn 6. apríl, er frestað vegna ófærðar í hreppinn. Opið hús verður þess í stað þriðjudaginn 11. apríl kl. 18-19, en þar verða drög að breytingu á gildandi aðalskipulagi til sýnis en einnig verður spurningum svarað og tekið við ábendingum.
Drögin verða einnig til sýnis í Kaupfélaginu í Norðurfirði á opnunartíma þess, frá kl. 11 til 15 fram til 18. apríl, eins og fram kom í fyrri auglýsingu. Þar sem flugi á Gjögur var aflýst í dag (4.apríl) hefur ekki verið hægt að hengja drögin upp í Kaupfélaginu. Það verður gert um leið og flogið hefur verið.
Veðrið hefur hins vegar ekki áhrif á birtingu á vefnum og er því hægt að kynna sér drögin hér að neðan (smellið á gráu kassana).
Skipulags- og matslýsing fyrir verkefnið var auglýst í desember 2016. Þar er gert ráð fyrir að gildandi aðalskipulagi verði breytt og nýtt deiliskipulag unnið fyrir Hvalárvirkjun. Ákveðið hefur verið að fresta meginhluta breytinganna sem kynnt eru í lýsingunni og gera aðeins þær breytingar sem þarf til að hægt verði að ljúka við nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar. Deiliskipulag fyrir sömu þætti verður unnið samhliða gerð aðalskipulagsbreytingarinnar. Að rannsóknum loknum verður lokið við skipulagsgerð fyrir Hvalárvirkjun í samræmi við auglýsta skipulags- og matslýsingu.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir við þau. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði, 524 Árneshreppi eða á netfangið arneshreppur@arneshreppur.is eigi síðar en 18. apríl 2017.
Varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Hvalárvirkjunar:
Aðalskipulagsbreytingin, sem unnið er að núna, snýr aðeins að þeim framkvæmdum sem þarf til að ljúka við nauðsynlegar rannsóknir fyrir hönnun Hvalárvirkjunar. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði, en þegar aðalskipulagið var unnið var hönnun virkjunarinnar stutt á veg komin. Það var því ekki hægt að setja öll ákvæði sem þurfti inn í skipulagið.
Til að ljúka við rannsóknir, s.s. á vötnum og berg- og jarðlögum, þarf að koma rannsóknartækjum upp á heiðina og einnig þurfa rannsóknaraðilar að hafa samastað. Vegir og vinnubúðir þurfa að vera í samræmi við skipulag. Þess vegna er nú unnið að breytingu á aðalskipulaginu, þannig að hægt verði að reisa vinnubúðir neðan heiðarinnar og gera vegslóða upp á hana. Þegar hönnun virkjunarinnar er lokið er gert ráð fyrir að skipulaginu verði aftur breytt þannig að nákvæm ákvæði verði sett um virkjunina og hvernig umgengni skuli vera á svæðinu.
Núna er verið að kynna drög að þessari breytingu og geta allir komið með ábendingar til sveitarstjórnar. Sveitarstjórn fer síðan yfir ábendingarnar og breytir tillögunni ef ástæða er til þess. Í framhaldinu fær Skipulagsstofnun drögin til yfirferðar og kemur með ábendingar til sveitarstjórnar. Sveitarstjórn breytir tillögunni aftur ef ástæða er til og auglýsir hana. Þá gefst öllum aftur möguleiki á að koma með ábendingar eða athugasemdir og er fresturinn til þess 6 vikur. Eftir það fjallar sveitarstjórn enn og aftur um tillöguna og breytir henni ef athugasemdir gefa ástæðu til þess. Þá er tillagan aftur send til Skipulagsstofnunar til athugunar. Ef stofnunin hefur ekkert við tillöguna að athuga er hún staðfest og þá tekur skipulagið gildi. Gert er ráð fyrir að það verði í júlíbyrjun.
Kynning á drögum að aðalskipulagsbreytingu
vegna Hvalárvirkjunar í Árneshreppi
Opnu húsi, sem vera átti í Norðurfirði fimmtudaginn 6. apríl, er frestað vegna ófærðar í hreppinn. Opið hús verður þess í stað þriðjudaginn 11. apríl kl. 18-19, en þar verða drög að breytingu á gildandi aðalskipulagi til sýnis en einnig verður spurningum svarað og tekið við ábendingum.
Drögin verða einnig til sýnis í Kaupfélaginu í Norðurfirði á opnunartíma þess, frá kl. 11 til 15 fram til 18. apríl, eins og fram kom í fyrri auglýsingu. Þar sem flugi á Gjögur var aflýst í dag (4.apríl) hefur ekki verið hægt að hengja drögin upp í Kaupfélaginu. Það verður gert um leið og flogið hefur verið.
Veðrið hefur hins vegar ekki áhrif á birtingu á vefnum og er því hægt að kynna sér drögin hér að neðan (smellið á gráu kassana).
Skipulags- og matslýsing fyrir verkefnið var auglýst í desember 2016. Þar er gert ráð fyrir að gildandi aðalskipulagi verði breytt og nýtt deiliskipulag unnið fyrir Hvalárvirkjun. Ákveðið hefur verið að fresta meginhluta breytinganna sem kynnt eru í lýsingunni og gera aðeins þær breytingar sem þarf til að hægt verði að ljúka við nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar. Deiliskipulag fyrir sömu þætti verður unnið samhliða gerð aðalskipulagsbreytingarinnar. Að rannsóknum loknum verður lokið við skipulagsgerð fyrir Hvalárvirkjun í samræmi við auglýsta skipulags- og matslýsingu.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir við þau. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði, 524 Árneshreppi eða á netfangið arneshreppur@arneshreppur.is eigi síðar en 18. apríl 2017.
Með því að smella á gráu fletina hér að neðan má sjá uppdrátt/teikningu af breytingunum og lesa greinargerð ásamt umhverfisskýrslu.
Oddviti Árneshrepps