Árneshreppur
  • Forsíða
  • Þjónusta í Árneshreppi
    • Bergistangi - Gistiheimili
    • Ferðafélag Íslands - Norðurfirði
    • Félagsheimilið í Árnesi
    • Finnbogastaðaskóli - sumar gisting
    • Hótel Djúpavík
    • Kaffi Norðurfjörður
    • Krossneslaug
    • Minja- og handverkshúsið Kört
    • Norlandair
    • Sparisjóður Strandamanna Norðurfirði
    • Strandferðir
    • Tjaldsvæði í Ófeigsfirði
    • Urðartindur - Gistiheimili
    • Verzlunarfjelag Árneshrepps
  • Sveitarfélag
    • Fundargerðir hreppsnefndar Árneshrepps
    • Hreppsnefnd
    • Norðurfjarðahöfn gjaldskrá
  • Mannlíf
    • Bækur sem tengjast hreppnum
    • Brothættar byggðir
    • Fréttir >
      • Fundarboð
      • Þingsályktun um Árneshrepp
      • Gamlar fréttir
    • Myndbönd
    • Myndir
    • Tenglar
    • Viðburðadagatal

Velkomin í Árneshrepp á Ströndum

Árneshreppur er nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afskaplega landmikið. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúp fyrir norðan Skjaldabjarnarvík.
Vertical Divider

Auglýsingar og fréttir 

G J A L D S K R Á
fyrir sorphirðu og rotþróatæmingu í Árneshreppi.

1.gr.
Gjaldskylda.
Hreppsnefnd Árneshrepps leggur á sorphirðugjöld og rotþróargjöld sem innheimtast með fasteignagjöldum. 

​2.gr.

Rotþróargjald.
Rotþróargjöld skiptast í fjóra flokka; 
  1. Rotþró          0 – 2000 L    kr. 12.772,-
  2. Rotþró   2001 – 4999 L     kr. 14.851,-
  3. Rotþró    5000 – 9999 L    kr. 16.916,-
  4. Rotþró    10000  L              kr. 22.549,- 


3.gr. 
Sorphirðugjald.
Sorphirðugjöld skiptast í þrjá flokka.
  1. Sumarbústaðir      kr. 10.475,-
  2. Heilsársbústaðir   kr. 19.252,-
  3. Atvinnurekstur     kr. 33.409,-

4.gr.

Gjalddagar.
Gjalddagar skulu vera þeir sömu og hreppsnefnd ákveður fyrir fasteignagjöld og innheimtast með þeim.

Gjaldskrá þessi er samin af oddvita og samþykkt af hreppsnefnd Árneshrepps 13.apríl 2022 og öðlast þegar gildi.  Gjaldskráin er sett skv. ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum.  Frá sama tíma falla úr gildi eldri óbirtar gjaldskrár varðandi rotþróa- og sorphirðu. 

Árneshreppi 8.apríl 2022.

Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti.


Fundarboð

Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps kl. 14:00 miðvikudaginn 13.apríl 2022 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.


Dagskrá fundarins;
  1. Ársreikningar sveitarfélagsins fyrir árið 2021, fyrri umræða.
  2. Römpum upp Ísland, lagt fram til kynningar og ákvarðanatöku.
  3. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og rotþróatæmingu, lögð fram til kynningar og afgreiðslu.
  4. Önnur mál.




Djúpavík 11.apríl 2022,
Eva Sigurbjörnsdóttir
oddviti Árneshrepps.

Picture

Fundarboð

Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps miðvikudaginn 9.mars kl. 14:00 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.


Dagsskrá fundar;
  1. Bréf frá Sambandi ísl.sveitarfélaga varðandi hringrásarkerfi úrgangsmála.  Lagt fram til kynningar og umræðu.
  2. Húsnæðismál hvað er til ráða, eigum við að skoða nýjar aðferðir sem ríkið, HSM og fleiri hafa komið af stað?
  3. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, lagt fram til kynningar.
  4. Kostnaður vegna hitaveiturannsókna/endurgr. vsk. vegna sérfræðiþjónustu. 
  5. Framkvæmdir við verslunarrýmið, kostnaður og fleira.
  6. Sorphirðu- og rotþróargjöld, fara yfir gjaldskrár frá öðrum sveitarfélögum.  Senda auglýsingu í Stjórnartíðindi B-hluta.
  7. Umsókn um starfsleyfi vegna Bergistanga, taka fyrir og samþykkja.
  8. Póstur frá Nefndarsviði Alþingis, óskað eftir umsögn um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.  
  9. Kaup á lóð út úr landi Árness 1, tölvupóstar frá Biskupsstofu og byggingarfulltrúa.
  10. Tölvupóstur frá Þjóðskrá Íslands lagður fram til kynningar.




Djúpavík 7. mars 2022,
Eva Sigurbjörnsdóttir,
oddviti Árneshrepps. 

Fundarboð 


Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps, miðvikudaginn 9.febrúar 2022 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði kl. 14:00.


Dagskrá fundarins;
  1. Fjarfundur með Aðalsteini Óskarssyni hjá Fjórðungssamb.Vestfirðinga, varðandi innviði sveitarfélagsins. 
  2. Bréf frá Lögreglunni á Vestfjörðum varðandi sameiginlega almannavarnanefnd, lagt fram til samþykktar.
  3. Tölvupóstur frá forsætisráðuneyti varðandi tekjur af þjóðlendum!
  4. Bréf frá skipulagsfulltrúa varðandi umsögn um endurskoðun á Aðalskipulagi Strandabyggðar. 
  5. Fyrirspurn um rekaréttindi í Kolbeinsvík og fleira.
  6. Bréf varðandi aukningu hlutafjár til Verzunarfjelags Árneshrepps.
  7. Umsóknir um leigu á íbúð í Kaupfélagshúsi.
  8. Fjarfundir, framlenging á leyfi til fjarfunda.  Drög að samþykkt.
  9. Endurskoðun samninga um embætti skipulags- og byggingargulltrúa.
  10. Bréf sem varðar hnitsetningu jarða – farið yfir málið sem varðar landamerki Ingólfsfjarðar, Eyrar og Ófeigsfjarðar.
  11. Bráðabirgðaleyfi frá Vegagerðinni v. lagningar ljósleiðara frá Djúpavík að Skarðagili.
  12. Ný skipan og framtíð barnaverndanefnda – tölvupóstur frá Húnaþingi vestra.
  13. Úthlutun byggðakvóta til Árneshrepps.
  14. Bréf frá ritstjórn Strandapóstsins, beiðni um styrktarlínu.  




Norðurfirði 5.febrúar 2022,
Eva Sigurbjörnsdóttir,
oddviti Árneshrepps. 

​Kallað eftir umsóknum í Árneshreppi

Kallað er eftir umsóknum í sjóð verkefnisins Áfram Árneshreppur!
Nú er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styrkja samfélagið í Árneshreppi.
Öllum er heimilt að sækja um.
Sérstaklega væri áhugavert að fá umsóknir vegna verkefna sem tengjast bættum innviðum svo sem þrífösun rafmagns, ljósleiðaravæðingu og bættri vetrarþjónustu Vegagerðar. 
Heildarupphæð til úthlutunar er um 7 milljónir króna. Þetta er síðasta styrkúthlutunin sem verður í boði í þessu verkefni.
Smellið hér til að opna umsóknareyðublað.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 17. febrúar.
Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina. Væntanlegir  umsækjendur eru hvattir til að leita ráðgjafar hjá verkefnisstjóra, Skúla Gautasyni, við gerð umsókna. Vönduð umsókn  er líklegri til árangurs!
Þessi úthlutun er á vegum verkefnisins Áfram Árneshreppur! sem er hluti af Brothættum byggðum og er samstarfsverkefni Árneshrepps, íbúa byggðarlagsins, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar.
Picture
Kæru sveitungar og velunnarar, gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir liðið ár.
Sérstaklega viljum við þakka Thomasi fyrir það hvað hann er tryggur og óeigingjarn í störfum sínum.
Rekstur Verzlunarfjelagsins hefur gengið ágætlega en við horfum fram á eitthvert tap sem von er því veltan er ekki mikil og álagningu er haldið í lágmarki.
Nú eru að verða liðin þrjú ár frá stofnun félagsins og hefur stjórn félagsins ákveðið að nýta heimild frá aðalfundi 2020 til aukningar á hlutafé og er það gert til að styrkja reksturinn til lengri tíma.
Margir hafa haft samband og sýnt vilja til að styrkja reksturinn. Þeir sveitungar og aðrir velunnarar, sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á info@verzlunarfjelag.is. Um er að ræða hluti að fjárhæð og nafnvirði 25.000kr, 50.000kr, 75.000kr eða 100.000kr.
Bestu kveðjur,
Stjórn Verzlunarfjelags Árneshrepps.






Fundarboð. 




Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps miðvikudaginn 15. desember 2021 kl.14:00.  Fundurinn verður haldinn á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði. 




Dagskrá:
  1. Fjárhagsáætlun fyrir 2022-2025, seinni umræða.  
  2. Bréf frá Sambandi ísl.sveitarfélaga varðandi skipul. barnaverndar.  Lagt fram til kynningar.
  3. Póstur frá Fjölskylduhjálp Íslands, beiðni um styrk.
  4. Umsókn um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.  Lagt fram til kynningar.  
  5. Önnur mál. 






Norðurfirði 10.desember 2021.
Eva Sigurbjörnsdóttir,
oddviti Árneshrepps.



TILKYNNING FRÁ SKRIFSTOFU ÁRNESHREPPS.  




Vegna veðurs og ófærðar verður fundinum sem átti að vera í dag frestað.  Tilkynnt verður síðar hér á vefsíðu Árneshrepps hvenær hann verður haldinn.


Djúpavík 10.nóvember 2021,
Eva Sigurbjörnsdóttir 
oddviti Árneshrepps. 



Fundarboð.​

Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps miðvikudaginn 10.nóvember 2021 kl. 14:00, á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.


Dagskrá fundarins: 
  1. Fjárhagsáætlun fyrir árin 2022 til 2026, fyrri umræða.  Sérbókun vegna lagningar ljósleiðara og eignarhalds á honum. 
  2. Valkostagreining Strandabyggðar varðandi sameiningar sveitarfélaga.  Sent hreppsnefnd …
  3. Tölvupóstur til HMS sendur 26.okt.. framhald vinnu, staðan nú.
  4. Erindi frá skipulagsfulltrúa varðandi gerð göngustígs í landi Stóru-Ávíkur niður í Kistuvog.  
  5. Önnur mál.


Árneshreppi 8.nóvember 2021,
Eva Sigurbjörnsdóttir, 
oddviti Árneshrepps.


Hér er greinargerð um mögulegar aðgerðir stjórnvalda til að styðja við áframhaldandi búsetu í Árneshreppi. Hún var samin í vor og send viðeigandi ráðuneytum í apríl sl. Í framhaldinu átti verkefnisstjórn Áfram Árneshrepps fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skúli Gautason, verkefnisstjóri, átti síðan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hann kynnti í framhaldinu efni greinargerðarinnar fyrir stýrihópi stjórnarráðsins um byggðamál. Almennt hefur greinargerðinni verið vel tekið og raunar má segja að nú þegar hafi náðst nokkur árangur, m.a. í lagningu ljósleiðara og þrífösun. Smellið á hnappinn til að lesa greinargerðina:
Greinargerð

Fundarboð.

Fundur er boðaður í hreppsnefnd Árneshrepps miðvikudaginn 13.október 2021 kl.14:00, á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.

Dagskrá fundarins;
  1. Minnisblað til sveitarstjórna v. forsendur fjárhagsáætlana 2022 – 2026. Lagt fram til kynningar og undirbúnings fyrir fjárhagsáætlun.  Tillögur að verkefnum fyrir næsta ár?
  2. Tölvupóstur og bréf frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi fjarfundi og ritun fundargerða á fjarfundum.
  3. Bréf til forsætirráðherra, samgöngu og sv.stjórnarráðherra, fjármálaráðherra. Senda það á fleiri aðila?? 
  4. Bréf frá HMS (húsnæðis og mannvirkjastofnun) sent til allra í hreppsnefnd.  Eigum eftir að skoða málið og taka næstu skref. 
  5. Viðauki við fjárhagsáætlun vegna borunar eftir köldu vatni í Norðurfirði.  Sýni hefur verið tekið til greiningar. 
  6. Vinnueftirlit, reglubundin skoðun við Norðurfjarðarhöfn þ. 6.október 2021.


Norðurfirði 11. október 2021
Eva Sigurbjörnsdóttir,
oddviti Árneshrepps. 


Auglýsing frá skrifstofu Árneshrepps:
​Kjörskrá vegna Alþingiskosninga þ. 25. september 2021 hefur verið samþykkt af hreppsnefnd Árneshrepps og liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins, alla virka daga frá 13:00 til 17:00 fram að kosningum. 

Fundarboð

Tilkynning frá hreppsnefnd Árneshrepps.
Vegna íbúafundar miðvikudaginn 11.ágúst,  ákvað hreppsnefnd Árneshrepps að fresta hreppsnefndarfundi til miðvikudagsins 18.ágúst n.k. kl.14:00.  Fundurinn verður samkvæmt venju haldinn á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.
​Hreppsnefnd Árneshrepps hefur ákveðið eftirfarandi daga fyrir göngur og réttir haustið 2021.
 
  1. Fyrri smölun fyrir fer fram 10. og 11.september 2021, réttað í Melarétt á laugardeginum.
  2. Seinni smölun fer fram laugardaginn 17.september 2021 og réttað í Kjósarrétt þann sama dag. 
Hefðbundinn leitarseðill verður gefinn út að loknum næsta hreppsnefndarfundi sem verður haldinn 12.ágúst n.k.
Auglýsing um framkvæmdaleyfi – grjótgarður austan smábátahafnar í Norðurfirði
Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. október 2020 að veita framkvæmdaleyfi fyrir gerð nýs grjótvarnargarðs austan við smábátahöfnina í Norðurfirði.
Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.
​
Picture
Teiknarar: Nína og Ómar Smári
Proudly powered by Weebly
  • Forsíða
  • Þjónusta í Árneshreppi
    • Bergistangi - Gistiheimili
    • Ferðafélag Íslands - Norðurfirði
    • Félagsheimilið í Árnesi
    • Finnbogastaðaskóli - sumar gisting
    • Hótel Djúpavík
    • Kaffi Norðurfjörður
    • Krossneslaug
    • Minja- og handverkshúsið Kört
    • Norlandair
    • Sparisjóður Strandamanna Norðurfirði
    • Strandferðir
    • Tjaldsvæði í Ófeigsfirði
    • Urðartindur - Gistiheimili
    • Verzlunarfjelag Árneshrepps
  • Sveitarfélag
    • Fundargerðir hreppsnefndar Árneshrepps
    • Hreppsnefnd
    • Norðurfjarðahöfn gjaldskrá
  • Mannlíf
    • Bækur sem tengjast hreppnum
    • Brothættar byggðir
    • Fréttir >
      • Fundarboð
      • Þingsályktun um Árneshrepp
      • Gamlar fréttir
    • Myndbönd
    • Myndir
    • Tenglar
    • Viðburðadagatal